Heilsugæslan

Fræðandi og skemmtilegir sjónvarpsþættir sem upplýsa um starfemi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og hvaða verkefni sérfræðingar eru að fást við og hvert við sem einstaklingar eigum að leita í veikindum.

Stjúptengsl, ADHD og uppeldi

Fólk þarf frekar á aðstoð að halda við að setja saman stúpfjölskyldur heldur en að ganga í gengum skilnað.

Valgerður Halldórsdóttir, félagsráðgjafi

Í þessum þætti af Heilsugæslunni er fjallað um uppeldisaðferðir, ADHD og stjúptengsl. Viðmælendur eru Bettý Ragnarsdóttir sálfræðingur, Katrín Davíðsdóttir barnalæknir og Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi. Einnig gefur Vala Eiríks góð heilsuráð.

Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hérSvefn og Kvíði

Besta leiðin í gegnum kvíða er einmitt í gegnum það sem er að valda kvíðanum.

Ef ég hefði t.d. haft mikinn kvíða fyrir því að koma í þáttinn og hefði sleppt því, bent á einhvern annan, þá hefði kvíðinn viðhaldist. En ef ég fer og það gengur vel þá styrkist trúin á því að ég þarf ekki að vera kvíðinn.

Óttar Birgisson, sálfræðingur.

Í þessum þætti heimsækjum við geðheilsuteymi Heilsugæslunnar, við fjöllum um kvíða og svefn og fáum góð heilsuráð frá Evert Víglundssyni. Gestir kvöldsins eru Óttar Birgisson, sálfræðingur, Bryndís Benediktsdóttir, læknir og Sigríður Hrönn Bjarnadóttir.

Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hérKórónuveiran

Helga María, Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir og Sigríður Dóra Magnúsdóttir

Í þættinum verður fjallað um CO­VID-19 eða kóróna­veiruna. Ragn­heiður Ósk Er­lends­dóttir fram­kvæmda­stjóri hjúkrunar hjá Heilsu­gæslunni og Sig­ríður Dóra Magnús­dóttir fram­kvæmda­stjóri lækninga hjá Heilsu­gæslu Höfuð­borgar­svæðisins sitja fyrir svörum. Við ætlum meðal annars að fara yfir út­breiðslu veirunnar, hvort gælu­dýr séu smitandi og hvort lyf séu væntan­leg. 

Við heim­sækjum einnig gáma­einingu Land­spítalans og ræðum við Helgu Rósu Más­dóttur deildar­stjóra Bráða­mót­tökunnar um sýna­töku og förum á blaða­manna­fund hjá al­manna­vörnum.

Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hérAldur, líkamsbreytingar og félagslíf

Janus Guðlaugsson
Helga María og Janus Guðlaugsson

í þættinum er fjallað um þær breytingar sem verða á heilsunni þegar við eldumst, bæði líkamlegar og félagslegar. Viðmælendur þáttarins eru Gunnar Þór Jónsson og Björk Filipsdóttir, einnig heimsækjum við Dr. Janus Guðlaudsson sem býður okkur á æfingu með honum.

Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér%d bloggers like this: