Vítamín

Það var pólski lífefnafræðingurinn Casimir Funk sem uppgvötaði vítamín þegar hann var að leita af efnum sem voru lífsnauðsinleg líkamanum til að viðhalda eðlilegri starfsemi en hann þekkti ekki hvaða efni þetta voru, þetta var ekki prótein, kolvetni eða fita eða þau steinefni sem þekkt voru heldur eitthvað annað sem líkaminn varð að fá annars komu fram sjúkdómseinkenni. Hann gerði tilraun á dúfum sem voru með fjöltaugabólgu, hann skipti dúfunum upp í tvo hópa og gaf örðum hópnum efni A og hinn hópnum efni B en bæði efnin voru tekin úr hrísgrjónum. Fyrri hópurinn læknaðist af fjöltaugabólgunni en hinn hópurinn dó. Hvaða efni var þetta í hrísgrjónunum sem gerði það að verkum að taugakerfið lagaðist, þetta efni var síðar þekkt sem B1-vítamín.  

Vítamín eru lífræn efni sem eru nauðsynleg fyrir líkamsstarfsemina okkar. Líkaminn okkar framleiðir ekki vítamín nema D-vítamín fyrir tilstuðlan sólarljóss, annars fáum við hin tólf úr fæðunni. Vítamín hjálpa til við efnahvörf sem eiga sér stað í líkamanum og láta þau gerast á skilvirkari hátt.

Vítamínin hafa mismunandi virkni og við þurfum þau í mismunandi magni, en við þurfum að fá nægilegt magn af þeim öllum, annars fer líkaminn að sýna einkenni skorts.

Vítamín eru annað hvort vatnsleysanleg eða fituleysanleg . A, D, E og K vítamín eru fituleysanleg en B og C vítamín eru vatnsleysanleg. Það þýðir að þau hlaðast ekki upp í líkamanum eins og fituleysanleg heldur skolast reglulega út með þvagi. Þetta þýðir að við þurfum stanslaust að innbyrgða þau til að koma í veg fyrir skort, þetta á þó ekki við um B-12 vítamín, en það geymist í lifrinni.

En hvað gera þessi vítamín?

A-vítamín (Retinol): Viðhalda heilbrigðum tönnum, beinum og mjúkvef og húð.

B1-vítamín (Thiamine): Hjálpar frumum að búa til orku og það stuðlar einnig að heilbrigðri hjarta- og taugastarfsemi. Það er nauðsynlegt fyrir mæður við meðgöngu og brjóstagjöf. Þeir sem neyta áfengis í miklu magni upplifa oft B1-vítamín skort. 

B2-vítamín (Riboflavin): Vinnur með hinum B vítamínunum við líkamsvöxt og við framleiðslu rauðra blóðkorna.  

B3-vítamín (Niacin): Hjálpar að viðhalda heilbrigðri húð og taugakerfi.

B5-vítamín (Pantothenic acid): Er nauðsynlegt fyrir umbrot matvæla og við nýmyndun hormóna og kólesteróls

B6-vítamín (Pyridoxine): Aðstoðar við myndun rauðra blóðkorna og viðhalda eðlilegri heilastarfsemi.

B7-vítamín (Biotin): Skiptir miklu máli í efnaskiptum próteina og kolvetna og við nýmyndun hormóna og kólesteróls. Þetta vítamín kemur í veg fyrir hármissi og er aðalefnið í hárvítamínum.

B9- vítamín/Fólinsýra (Folate): Vinnur með B-12 við að mynda rauð blóðkorn. Við þurfum B9 til að til myndunar DNA og það gegnir stóru hlutverki í frumuskiptingu, þetta vítamín er nauðsynlegt fyrir ófrískar konur til að taugakerfi barn þroskist eðlilega.

B12-vítamín (Methylcobalamin): Eins og önnur B-vítamín er það mikilvægt fyrir efnaskipti líkamans. Það hjálpar við myndun rauðra blóðkorna og viðhalda eðlilegri starfsemi í miðtaugakerfinu. Við skort geta komið fram mörg einkenni. fækkun á blóðkornum sem veldur m.a. þreytu og aukinnar sýkingarhættu og truflanir frá taugakerfinu t.d. sjóntruflanir og svimi. 

C-vítamín (Ascorbic acid): er antioxíð sem  stuðlar að heilbrigðum tönnum og öllum tanngarðinum. Það hjálpar líkamanum að taka upp járn og viðhalda heilbrigðum vef. Það skiptir einnig sköpum við sáragróanda.

D-vítamín (Cholecalciferol): Er eina vítamínið sem líkaminn getur framleitt sjálfur en aðeins fyrir tilstilli sólarljóss. Það hjálpar líkamanum að taka upp kalsíum sem sem stuðlar við vöxt og við að viðhalda heilbrigðum tönnum og beinum. D vítamín hefur einnig hlutverk í að styrkja ónæmiskerfið. Einkenni skorts eru beinþynning og beinkröm.

E-vítamín (Tocopherol): Er einnig antioxíð? Sem aðstoðar við myndun rauðra blóðkorna.

K-vítamín (Phylloquinone): Blóðstorknun á sér aðeins stað aðeins með hjálp K-vítamíns sem gerir það lífsnauðsynlegt, það er gefið nýburum við fæðingu.

Nafnið vítamín er komið frá vita=líf og amín=lífræn sameind sem inniheldur nitur. Jafnvel þótt seinna hafi komið í ljós að ekki innihalda öll vítamín nitur þá fékk nafnið að halda sér.

Published by helgamaria

Ég heiti Helga María og er með B.Sc. í hjúkrunarfræði og M.A. í fjölmiðla- og samskiptafræði og er nemi í viðbótardiplóma í lýðheilsuvísindum.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: