Félagsleg heilsa snýr að samskiptum okkar við aðra, við erum félagsverur og okkur líður betur þegar við eigum góð og jákvæð samskipti.
Þú getur verið að borða hollt, sofa nóg og verið að hreyfa þig en samt verið með heilsubresti. Á sama tíma og okkur finnst við jafnvel vera að gera allt rétt þá hefur umhverfið mikil áhrif á okkur. Sem dæmi hefur félagsleg einangrun og neikvæður félagsskapur, slæm áhrif á félagslegu heilsuna okkar og góður félagsskapur, bros og hlýlegt umhverfi lætur okkur líða vel og hefur góð áhrif á heilsuna okkar.
Það er mun skemmtilegra að eyða deginum í afmæli hjá nánum ástvini en að vera heima í einangrun.
Okkar vellíðan skiptir máli fyrir okkar heilsu.
Við getum ekki einungis litið á umhverfið í kringum okkur þar sem okkar eigin bjargráð og hegðun hefur einnig áhrif á okkar líðan. Það má alveg kvarta, en þá verður maður í leiðinni að leita að lausn. Jákvæðni, góð samskipti og virðing hefur góð áhrif á félagslega heilsu en fullyrðingakennd og léleg aðlögunarhæfni slæm áhrif.
Hvað er hægt að gera til að stuðla að heilbrigðri félagslegri heilsu?
- Koma fram við aðra af virðingu
- Viðhalda og byggja upp sterk tengsl við vini
- Búa til heilbrigð mörk
- Leita til vina og fjölskyldu til að fá stuðning
- Vertu þú sjálf/ur
- Ekki einangra þig
- Skráðu þig í samfélagsviðburði
- Taka þátt í gönguhópi